02/05/2025
Stóðhestar á Miðsitju í allt sumar ☀️🏆
🏎️ SMÁRI FRÁ SAUÐANESI
Smári er með 8.45 í aðaleinkunn, 8.44 fyrir sköpulag og 8.45 fyrir hæfileika meðal annars 9.0 fyrir skeið og samræmi. Það er frábær ætt á bak við Smára en hann er undan Smára frá Skagaströnd og heiðursverðlaunahryssunni Prýði frá Ketilsstöðum. Smári hefur verið að gefa skemmtileg og geðgóð reiðhross sem auðveld eru í tamningu.
Verð 80.000kr + vsk
🌟 ÁLFASKEGGUR FRÁ KJARNHOLTUM 1
Álfaskeggur hefur hlotið 8.53 fyrir hæfileika og farið í 7.43 í fimmgangi F1. Það er sterk ætt á bak við Álfaskegg en faðir hans er Álfarinn frá Syðri- Gegnishólum og móðir hans er Hera frá Kjarnholtum 1. Hann er því sammæðra Kolskegg & Rauðskegg frá Kjarnholtum 1 🔥
Verð 80.000kr+vsk
🖤 BJARNFINNUR FRÁ ÁSKOTI
Bjarnfinnur hefur hlotið 8.61 fyrir hæfileika án skeiðs þar á meðal 9.0 fyrir brokk, samstarfsvilja og fegurð í reið. Hann hefur gert það gott á keppnisvellinum meðal annars farið í 8.69 í B-flokki og 7.17 í tölti. Faðir hans er heiðursverðlaunahesturinn Álffinnur frá Syðri-Gegnishólum.
Verð 60.000 + vsk