Ás, dvalar- og hjúkrunarheimili

Ás, dvalar- og hjúkrunarheimili Ás hjúkrunarheimili

Guðný Alma, sem er sumarstarfsmaður hér hjá okkur í Ási,  söng fyrr í sumar fyrir heimilismenn í Bæjarási. Nýlega mætti ...
22/08/2025

Guðný Alma, sem er sumarstarfsmaður hér hjá okkur í Ási, söng fyrr í sumar fyrir heimilismenn í Bæjarási. Nýlega mætti hún aftur og söng við undirleik unnusta síns Péturs Nóa Stefánssonar. 🥰

Að þessu sinni söng hún fyrir heimilismenn í Ásskála. Viðtökurnar voru frábærar enda syngur Guðný Alma eins og engill. 👏

Bingó er alltaf vinsælt og flestir spenntir að taka þátt. Heimilismenn á hjúkrunarheimilinu voru yfir sig hrifnir af til...
21/08/2025

Bingó er alltaf vinsælt og flestir spenntir að taka þátt. Heimilismenn á hjúkrunarheimilinu voru yfir sig hrifnir af tilbreytingunni þegar boðið var upp á tónlistarbingó. 🥰

Það er eflaust stutt í að aftur verði boðið upp á bingó þar sem tónlist kemur við sögu.

Heilsustofnun í Hveragerði fagnaði 70 ára afmæli á dögunum. Forsvarsmenn Grundarheimilanna mættu í afmælishófið og færðu...
18/08/2025

Heilsustofnun í Hveragerði fagnaði 70 ára afmæli á dögunum. Forsvarsmenn Grundarheimilanna mættu í afmælishófið og færðu Heilsustofnun tvö eplatré að gjöf. 🍎

Á myndinni eru frá vinstri Ingi Þór Jónsson markaðsstjóri Heilsustofnunar, hjónin Gísli Páll Pálsson stjórnarformaður Grundarheimilanna og Alda Pálsdóttir framkvæmdastjóri Íbúða 60+ í Mörk, Þórir Haraldsson forstjóri Heilsustofnunar og Karl Óttar Einarsson forstjóri Grundarheimilanna. 🥰

Ungur og upprennandi fiðluleikari, Eyrún Huld Ingvarsdóttir kom í heimsókn hingað í Ás í síðustu viku. Hún flutti fyrir ...
11/08/2025

Ungur og upprennandi fiðluleikari, Eyrún Huld Ingvarsdóttir kom í heimsókn hingað í Ás í síðustu viku.
Hún flutti fyrir heimilismenn nokkrar íslenskar og erlendar tónlistarperlur við undirleik móður sinnar, Magneu Gunnarsdóttur. 🎻

Verkefnið var styrkt af uppbyggingarsjóði. Heimilismenn kunnu svo sannarlega að meta þessa ljúfu tóna og nutu í botn. Við þökkum Eyrúnu Huld og Magneu hjartanlega fyrir dásamlega heimsókn.🥰

Guðný Alma er sumarstarfsmaður í Bæjarási. Í vikunni kom hún ásamt unnusta sínum, Pétri Nóa Stefánssyni, og hélt tónleik...
24/07/2025

Guðný Alma er sumarstarfsmaður í Bæjarási. Í vikunni kom hún ásamt unnusta sínum, Pétri Nóa Stefánssyni, og hélt tónleika fyrir okkur. 🥰

Ljúfir og notalegir tónleikar. Takk innilega fyrir okkur. 🌹

Sara Blandon kom í heimsókn hingað til okkar í Ás í vikunni og hélt tónleika fyrir fullum sal á hjúkrunarheimiinu.  Söng...
18/07/2025

Sara Blandon kom í heimsókn hingað til okkar í Ás í vikunni og hélt tónleika fyrir fullum sal á hjúkrunarheimiinu. Söngkonan geislaði af gleði og og tók allskonar lög sem heimilismenn kunnu að meta. Takk fyrir frábæra heimsókn Sara. 🥰

Og Sara hefur verið að vinna líka hjá okkur í versluninni í sumar. 🌼

Hér í Ási höfum við nýtt góða veðrið að undanförnu og bardúsað ýmislegt. Einn daginn fórum við og tíndum falleg blóm í H...
16/07/2025

Hér í Ási höfum við nýtt góða veðrið að undanförnu og bardúsað ýmislegt.
Einn daginn fórum við og tíndum falleg blóm í Hverahlíðinni og fórum svo í gegnum Ásbyrgi. 🪻🌸

Við enduðum daginn á að fá okkur Gatorade til að fylla á söltin í hitanum og bjuggum til keilu úr flöskunum.

Virkilega góður dagur og allir sáttir í þessu dásamlega veðri.🥰

Okkur þykir leitt að tilkynna að ekki verður opið kaffihús í Ási á fimmtudögum í sumar. Við gerðum þessa tilraun en gest...
08/07/2025

Okkur þykir leitt að tilkynna að ekki verður opið kaffihús í Ási á fimmtudögum í sumar. Við gerðum þessa tilraun en gestir voru of fáir til að réttlæta framhaldið.

Við gefumst þó ekki upp og fitjum upp á nýmælum áfram.

Melkorka Elín Sigurðardóttir, sem hefur unnið hér hjá okkur í Ási frá árinu 2019, var að útskrifast sem hjúkrunarfræðing...
26/06/2025

Melkorka Elín Sigurðardóttir, sem hefur unnið hér hjá okkur í Ási frá árinu 2019, var að útskrifast sem hjúkrunarfræðingur. Við óskum henni hjartanlega til hamingju með þennan stóra áfanga. 🌹👏

Rigningardagar geta líka verið skemmtilegir 🌦️☔️
26/06/2025

Rigningardagar geta líka verið skemmtilegir 🌦️☔️

Við minnum á að alla fimmtudaga út julí verður opið kaffihús á Ási. Boðið verður upp á kaffi, kökur og gos. Opnunartími ...
23/06/2025

Við minnum á að alla fimmtudaga út julí verður opið kaffihús á Ási. Boðið verður upp á kaffi, kökur og gos. Opnunartími frá 14:00 til 17:00. Verið hjartanlega velkomin með ykkar fólki á kaffihúsið okkar.

Samvinna var lykilorðið þegar kom að því að setja niður sumarblómin í Bæjarási. Heimilisfólk ásamt starfsfólki úr iðjunn...
23/06/2025

Samvinna var lykilorðið þegar kom að því að setja niður sumarblómin í Bæjarási. Heimilisfólk ásamt starfsfólki úr iðjunni tók höndum saman og sá til þess að litrík sumarblómin blasa nú við þegar gengið er út á veröndina.

Address

Hverahlíð 20
Hveragerði
810

Telephone

480-2000

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Ás, dvalar- og hjúkrunarheimili posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Business

Send a message to Ás, dvalar- og hjúkrunarheimili:

Share