Þúfur icelandic horsecenter Gísli & Mette

Þúfur icelandic horsecenter Gísli & Mette Breeding and training high quality icelandic horses. Get your horse directly from breeder.

Stóðhestar á Þúfum út sumarið.Hafið samband í 8977335(Gísli) eða 8338876(Mette)eða thufur@thufur.isHannibal frá Þúfum
30/07/2025

Stóðhestar á Þúfum út sumarið.
Hafið samband í 8977335(Gísli) eða 8338876(Mette)
eða [email protected]

Hannibal frá Þúfum

Hannibal, Grímar og Strengur um land allt—Hryssan og folaldið heima hjá sér í rólegheitunum.Á Þúfum í Skagafirði er aðei...
17/06/2025

Hannibal, Grímar og Strengur um land allt
—Hryssan og folaldið heima hjá sér í rólegheitunum.

Á Þúfum í Skagafirði er aðeins öðruvísi sæðingastöð. Þar er aðalega tekið sæði úr stóðhestunum sem er svo sendt hvert á land sem er.
Um helgina fóru til dæmis skamtar til Hornafjarðar og við höfum einnig sendt suður í Ölfus. Þá er dýralæknirinn þar búinn að fylgjast með hryssunni og kallar eftir sæðið þegar tími er kominn til. Ferð er svo fundinn í sameiningu.
Í fyrra sem núna er sent sæði daglega til Sæðingastöðvar Ingunnar Reynirs hjá Hvammstanga og gerðum við það með góðum árangri í fyrra líka. Einnig hafa farið nokkrar sendingar til Guðríðar á Flúðum.
Nýjung hér í Skagafirði eru að Margrét Sigurðardóttir sæðir hryssur heima hjá hryssunum, svokallaðar Heimasæðingar. Hún fylgist með hryssunum á sinni daglega rúnt og kemur með sæðið þegar tími er kominn til. Þetta var prófað í mýflugumynd í fyrra og heppnaðist mjög vel. Á þessu ári fer mjög vel af stað og hafa allar hyssur fengið á fyrstu tilraun sem búið er að skoða.

Hvað er kostir sérðu við þetta?
Það verður auðvitað minna álag fyrir hryssuna og folaldið. Hún getur verið í rólegheitum heima hjá sér. Allar hestaflutningar eru álag og áhætta, ekki síst með ung folöld. Breytt umhverfi fyrir hryssu og folald er einnig álag, þó það sé verið að vanda allt í kringum það sem ég tel vera oftast tilfellið. Fyrir eigandinn er auðveldara að flytja lítinn pakka en hryssa og jafnvel folald. Einnig umhverfisvænna þar sem er minna slit á vegum og fer minna eldsneyti. Kostnaðarlega mundi ég til dæmis giska á kostnað við að flytja folaldshryssu úr Skagafirði að Hellu sé um 100 000 báðar leiðir. Svo er líka kannski gaman að fylgjast með þessu hjá hryssunni sinni...
Fyrir okkur sem stóðhestaeigendur er kosturinn að við getum haft hestana heima og þjálfað. Þetta eru jú okkar albestu hestar og frábært að geta haldið áfram að ríða þeim. Það er einnig minna "hryssuálag" þar sem er tekið úr þeim hámark einu sinni á dag og alltaf vitað að hryssan sem hann fer á sé tilbúin.
Kosturinn við sæðingastöð sem tekur ámóti hryssum er svo að sjálfssögðu að þar er hugsað um allt fyrir þig. Þú kemur bara með hryssuna og sækir hana vonandi fengna.

Mig langar að prófa þetta, hvað geri ég?
Ef þú ert í Skagafirði--tala við Möggu dýralækni(8947558). Ef þú ert annarsstaðar á landinu finnur þú dýralæknir nálægt þér, sem kann til verka að staðsetja egglos og sæða hryssu, og semur hann. Þú hefur svo samband við okkur þegar styttist í egglosið og við finnum ferð fyrir sæðið í sameiningu. Ferðin þarf helst að fara sæmdægurs og á að sæða hryssuna eða daginn áður. Það er reyndar líka komin tækni sem gerir að sæðið lifir lengur sem gerir margt auðveldara.
Hvað með aðstöðu? Ef hryssan er róleg og meðfærileg má gera þetta í venjulegu útíhúsi þar sem aðgangur er að volgu vatni. Einnig þarf eigandin eða umsjónarmaður að vera tilstaðar í sæðingunni ásamt einum öðrum.

Hvaðan kom þessi frábæra hugmynd?
Þetta fyrirkomilag er algengt víða úti og er að aukast þar sem tæknin er að verða betri og betri. Á norðurlöndunum má eigandin til dæmis sjálfur sæða ef hann fer á sæðinganámskeið. Í Bandaríkjunum má hann meira að segja sónarskoða sínar hryssur eftir námskeið.

Hannibal, Strengur og Grímar eru í sæðingum í bili. Aðrir geta bæst við. Trymbil, Vísir og Töfra er haldið undir á húsi eins og er.

Og hvað kostar þetta?
Að fá sendt sæði kostar fyrir fyljaða hryssu(öll verð með vsk):
Hannibal 180 000
Grímar 160 000
Strengur 160 000
Ef hryssan fyljast ekki er bara borgað 15 000 sem er kostnaður fyrir íblöndunarefni og annað sem fylgir sæðistöku. Sendum eins oft og þarf í hverja hryssu án auka kostnaðar.

Ef þú ert með fjórar hryssur, fylfullar við hestana okkar eftir sumarið borgar þú ekki ódýrasta folatollinn.

Hjá heimasæðingum Möggu kostar 60 000, með öllu. Þá er innifalið að hún fylgist með hryssunni til að staðsetja egglos, kemur með sæðið, sæðir og fylskoðar svo. Það eru tvö gangmál á hryssu innifalið.

Við hvern á að hafa samband?
Til að fá sendt: Mette 8338876, Gísli 8977335 eða [email protected]
Sæðingastöð sem tekur við hryssum: Syðri-Vellir við Hvamstanga, Ingunn Reynirsdóttir 8932835
Heimasæðingar Möggu í Skagafirði: sími: 8947558
Benni á Kvistum (sem á eina fylfulla😁) er svo til í að aðstoða/ráðleggja við þetta á Suðurlandi s:8989151

Hannibal frá Þúfum
Mette Mannseth
Mette Moe Mannseth

Sæðingastöðin á Þúfum 2025 NÝJUNGAR!Á Þúfum er tekið sæði úr Hannibal, Grímari og Streng. Byrjum um leið og hryssur eru ...
01/05/2025

Sæðingastöðin á Þúfum 2025 NÝJUNGAR!

Á Þúfum er tekið sæði úr Hannibal, Grímari og Streng. Byrjum um leið og hryssur eru tilbúnar.

Sendingar til Ingunn Reynisdóttir:
Eins og í fyrra verður daglega sent sæði til Ingunnar Reynirsdóttur á Syðri-Völlum. Einnig er hægt að senda víðar ef ferð finnst.
Verð (með folatoll, sæðingagjald, uppíhald og vsk):
-Hannibal 270 000
-Grímar 250 000
Ingunn: 893 2835 [email protected]

Heimasæðingar Möggu!!! NÝJUNG

Margrét Sigurðardóttir (Magga Dýralæknir), mun sjá um að koma heim til hryssna í nærsveitinni og sæða þær þar. Það spara hryssunni og folaldinu við ferðalag til stóðhests/sæðingastöð.

Þetta fyrirkomulag hefur verið prófað hér í litilli mynd en er mjög algengt erlendis. Magga mun leggja inn heimsóknir mest á sinn daglega rúnt sem gerir að hægt sé að halda kostnað í skefjum og þá er akstur í nærumhverfið innifalin. En það byggir á að hryssueigendur vera sveigjanlegir með tímasetningar.

Innifalið:
-Staðsetning gangmáls,
-Folatollur
-Sæðing
-Fylskoðun
-Akstur í nærumhverfi
-Tvær tilraunir á sömu hryssu

Ekki innifalið(enda valkvætt):
-Lyf: sem frjósemislyf róandi o.s.frv..,
-Aðrar aðgerðir sem skolun osfrv

Aðstaða og hryssur:
-Hryssan þarf að vera taminn og róleg í umgengi
-Aðstaðan þarf að vera í rólegu umhverfi og þrifaleg
-Aðgangur að volgu vatni
-Tveir til aðstoðar dýralæknis

Verð Heimasæðinga Möggu (með folatoll, sæðingagjald og vsk):
-Hannibal frá Þúfum: 250 000
-Grímar: 230 000
-Strengur 230 000

Aðrar sendingar
Hægt er að senda víðar um land.

Fjórði frír
Ef sami aðili(greiðandi) kemur með margar hryssur undir okkar hesta sama ár er fjórði tollurinn (ódýrasti) frír. Þetta gildir ekki um kostnað við sæðingar/sónarskoðanir/girðingar.

Frekari upplýsingar
[email protected]
Gísli: 8977335
Mette: 8338876

Team Þúfur in the lead!Lea Busch Katla Sif Snorradóttir Barbara Wenzl Daniel Gunnarsson Mette Mannseth A special thanks ...
14/04/2025

Team Þúfur in the lead!
Lea Busch Katla Sif Snorradóttir Barbara Wenzl Daniel Gunnarsson Mette Mannseth
A special thanks to Sara Dís Snorradóttir our wildcard in fivegait!

27/02/2025

Liðakeppni gærkvöldsins fór þannig að liðið Þúfur var efst með 47,5 stig!🌟

Staðan í liðakeppninni eftir fyrstu greinina er svona:
1. Þúfur - 47.5 stig
2. Storm Rider - 43.5 stig
3. Hrímnir / Hestklettur - 38 stig
4. Lífland - 30.5 stig
5. Uppsteypa - 30.5 stig
6. Hofstorfan / 66°N - 27 stig
7. Íbishóll - 15 stig

Aurora beats all fireworks Welcome  2025Thank you 2024
01/01/2025

Aurora beats all fireworks
Welcome 2025
Thank you 2024

It was a 🔟 for walk.And 9.01 for rideabilities🥳🥳🤜🤛
07/11/2024

It was a 🔟 for walk.
And 9.01 for rideabilities🥳🥳🤜🤛

Nú þegar kynbótasýningum ársins er lokið er gaman að renna yfir “níufimmur og tíur ársins” í einstökum eiginleikum. Næsti eiginleiki sem við tökum fyrir hér ...

Living the dream
23/09/2024

Living the dream

23/09/2024
Dökkvi fer í hólf í Óslandi í Skagafirði miðvikudaginn 10.júlí.Dökkvi er frábær klárhestur með 9 fyrir alla eiginleka ne...
09/07/2024

Dökkvi fer í hólf í Óslandi í Skagafirði miðvikudaginn 10.júlí.
Dökkvi er frábær klárhestur með 9 fyrir alla eiginleka nema greitt stökk!.
Hann er stór, framhár, öflugur og með sérstaklega trausta lund.
Dökkvi er glóbrúnn og gefur þessvegna m.a. leirljóst og moldótt.
Dökkvi er undan heiðursverlauna Hróðursdótturinni Lýsingu frá Þúfum og kynbótahestinum Þránni frá Flagbjarnarholti.

Conformation: 8,0 - 8,5 - 9,0 - 8,5 - 8,0 - 8,5 - 8,5 - 8,0 = 8,47
Rideability: 9,0 - 9,0 - 5,0 - 8,5 - 9,0 - 9,0 - 9,0 - 9,0 = 8,36
Slow tölt: 9,0
Total: 8,40

Nýtt verð 150 000 með girðingagjaldi, vsk og ein fylskoðun.
Pantanir berast á [email protected] ,
Gísli 8977335 eða
Mette 8988876

Grímar áfram í sæðingum eftir Landsmót.Vel hefur gengið að taka sæði úr Grímari og áfram verður sætt á:Efri-Mýrar Hrossi...
25/06/2024

Grímar áfram í sæðingum eftir Landsmót.

Vel hefur gengið að taka sæði úr Grímari og áfram verður sætt á:
Efri-Mýrar Hrossin frá Skagaströnd s:695 8766 og
Syðri-Vellir Ingunn Reynisdóttir Dýralæknir s:893 2835

Panta má undir Grímar í Hólf frá 1.ágúst á [email protected] eða Gísla 8977335 og Mette 8338876.
Verð er 250 000 kr með öllu(vsk, uppíhald, sæðing, ein fylskoðun) hvort sem er í hólf eða sæðing.

Mynd: Grímar 4v

Address

Þúfum
Hofsós
566

Telephone

+3548338876

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Þúfur icelandic horsecenter Gísli & Mette posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Business

Send a message to Þúfur icelandic horsecenter Gísli & Mette:

Share