Hundaræktarfélag Íslands

Hundaræktarfélag Íslands Hundaræktarfélag Íslands

Nýjasta fundargerð stjórnar hefur verið birt á vefnum. Ýmislegt var rætt og afgreitt á fundinum, m.a.: - Aðalfundur FCI ...
01/09/2025

Nýjasta fundargerð stjórnar hefur verið birt á vefnum. Ýmislegt var rætt og afgreitt á fundinum, m.a.:
- Aðalfundur FCI
- Erindi frá sýningastjórn um Volcano Winner
- Ný réttindi sýningadómara, meðal annars á tegundahópa
- Auka aðalfundur vegna lagabreytingatillögu
- Framkvæmdir á Melabraut
- Reglur um nýgotnar tíkur á viðburðum

Fundargerðina má lesa í heild sinni á síðu félagsins.

Hundaræktarfélag Íslands heldur úti öflugu starfi í kringum hundahald og ræktun á Íslandi. HRFÍ er aðildarfélag FCI - alþjóðasamtaka og taka virkan þátt í starfi þeirra.

19/08/2025
Þegar ein sýning klárast hefjum við undirbúning fyrir næstu! Skráning er í fullum gangi fyrir haustsýningu félagsins. At...
18/08/2025

Þegar ein sýning klárast hefjum við undirbúning fyrir næstu! Skráning er í fullum gangi fyrir haustsýningu félagsins. Athugið að núna eru hvolpar og ungir sýnendur á föstudegi, og þarf að skrá á hvolpasýningu á meðan fullorðnir hundar (ungliðaflokkur og upp) eru skráðir á alþjóðlegusýninguna 4.-5. október 😊 Frekari upplýsingar á hrfi.is!

Þegar einni sýningu lýkur hefst undirbúningur fyrir næstu! Haustsýningin okkar er framundan en hún fer fram dagana 3.-5. október og verður haldin í reiðhöll Fáks í Víðidal, Reykjavík. Sýningin er alþjóðleg sýning. Áætlað er að tegundahópar 3, 4, 5, 7 og 9 verði sýndir á...

Þá er að koma að sýningu! Allar upplýsingar eru komnar á vefinn 🐶Nokkrir punktar inn í helgina:🐩Frír aðgangur í boði EUK...
14/08/2025

Þá er að koma að sýningu! Allar upplýsingar eru komnar á vefinn 🐶
Nokkrir punktar inn í helgina:
🐩Frír aðgangur í boði EUKANUBA (Petmark ehf. Heildverslun)
🌈Þeir sem ætla að tjalda verða að skoða merkingar og teikningar vel (sjá frétt), skipuleggjendur sýningar munu fjarlægja tjöld sem eru stöðum sem má ekki tjalda á!
🐩Tjalda má á föstudaginn (morgun) eftir kl. 15
🌈Göngum frá eftir okkur og hendum rusli í tunnur, það er nóg af þeim á svæðinu
🐩Pössum hvar við leggjum, hægt að sjá mynd neðst í fréttinni, bílar verða dregnir í burt og jafnvel sektaðir af lögreglu sem mun koma reglulega á svæðið - Ekki er heimilt að leggja fyrir framan skátaheimilið um helgina, sjá upplýsingar og myndir í fréttinni
🌈Rósettusalan er á sínum stað, einungis er tekið við kortum þar
🐩Matarvagnar og ýmsir sölubásar verða á staðnum báða dagana
🌈Sýningin byrjar kl. 9 báða dagana og úrslit kl 15:15 - sjá dagskrá á vefnum
🐩Tökum með góða skapið sem og kurteisina og njótum helgarinnar saman😊
Við óskum ykkur góðs gengis og hlökkum til samverunnar um helgina!

Nú um helgina, 16.-17. ágúst, verður seinni útisýningar helgi sumarsins haldin á Víðistaðatúni í Hafnarfirði. Skráning á sýninguna fór í hámark skráningu báða dagana. Dæmt verður í 12 sýningahringjum samtímis og hefjast allir dómhringir kl. 9:00 báða daga og áætlað a...

Nýjar rósettur um helgina! Á laugardaginn verður fyrsta Volcano Winner sýningin og gefnar nafnbætur í tengslum við hana ...
13/08/2025

Nýjar rósettur um helgina!
Á laugardaginn verður fyrsta Volcano Winner sýningin og gefnar nafnbætur í tengslum við hana 🐶 og að sjálfsögðu verður hægt að fá rósettur fyrir þessar nafnbætur og fást þær í rósettusölunni yfir helgina 🏵️

Address

Melabraut 17, Gengið Inn Af Suðurbraut
Hafnarfjörður
220

Opening Hours

Monday 10:00 - 15:00
Tuesday 10:00 - 15:00
Wednesday 10:00 - 15:00
Thursday 10:00 - 15:00
Friday 10:00 - 13:00

Telephone

588-5255

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Hundaræktarfélag Íslands posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Business

Send a message to Hundaræktarfélag Íslands:

Share