Dýralæknastofa Hafnarfjarðar

Dýralæknastofa Hafnarfjarðar ​Dýralæknastofa Hafnarfjarðar er ný dýralæknastofa þar sem fagmennska, virðing og velferð gæludýra er í fyrirrúmi.

Að stofunni standa Silja og Sólrún dýralæknar og Berglind hundanuddari og hundaatferlisráðgjafi. Dýralæknastofa Hafnarfjarðar opnar bráðlega í Stakkahrauni 1, 220 Hafnarfirði. Skráðu þig á póstlistann okkar á www.dyrhfj.is og fáðu tilkynningu þegar stofan opnar. Stofan mun bjóða upp á alla helstu dýralæknaþjónustu. Á stofunni starfa:
Silja Edvardsdóttir, tannadýralæknir
Sólrún Dís Kolbeinsdóttir, dýralæknir
Berglind Guðbrandsdóttir, hundanuddari, hundaþjálfari- og atferlisráðgjafi.

Við höfum fengið hreint út sagt frábærar móttökur við tilboðinu okkar í ágúst. Þar sem færri komust að en vildu höfum vi...
14/08/2025

Við höfum fengið hreint út sagt frábærar móttökur við tilboðinu okkar í ágúst. Þar sem færri komust að en vildu höfum við ákveðið að framlengja tilboðið út september 🥳

Gelding fress - 14.000 kr.
Ófrjósemisaðgerð læða - 23.000 kr.

Hringdu í S: 55 222 44 til að bóka tíma eða sendu póst á [email protected] 🩷

Dýrheimar ætla einnig að gefa öllum kisum sem nýta sér tilboðið 400g poka af Royal Canin Neutered fóðri og öllum kisuvinum 5% afslátt af öllu Kitten Sterilised, Sterilised Adult og Neutered fóðri! 🐱

Í ágúst verðum við með tilboð á geldingum og ófrjósemisaðgerðum á kisum 🥳 Tökum skrefið og spornum við offjölgun katta 🐱...
29/07/2025

Í ágúst verðum við með tilboð á geldingum og ófrjósemisaðgerðum á kisum 🥳 Tökum skrefið og spornum við offjölgun katta 🐱

Það er algengur misskilningur að læður þurfi að eignast kettlinga – það er hvorki nauðsynlegt né þeim sérstaklega til góðs. Vissir þú að ógeldur fressköttur getur átt hundruð afkvæma ef hann gengur laus úti?

Með því að láta gelda/taka úr sambandi, hjálparðu til við að draga úr offjölgun og bæta velferð katta í samfélaginu 🩷

Ófrjósemisaðgerð læða – 23.000 kr.
Gelding fress – 14.000 kr.

Tímabókanir í S: 55 222 44 eða [email protected]

⚠️ Slæm loftgæði fyrir dýr ⚠️Eins og flestir vita eru loftgæði slæm á Höfuðborgarsvæðinu. Við viljum hvetja alla gæludýr...
20/07/2025

⚠️ Slæm loftgæði fyrir dýr ⚠️
Eins og flestir vita eru loftgæði slæm á Höfuðborgarsvæðinu. Við viljum hvetja alla gæludýraeigendur til að sýna aðgát og takmarka útiveru dýra eins mikið og mögulegt er á meðan mengunin er svona mikil.

Helstu einkenni sem geta komið fram hjá dýrum vegna loftmengunar eru hósti, mæði eða erfiðleikar við öndun, augn- eða nefrennsli og slappleiki.

Gætið þess að hafa glugga lokaða og hafið alltaf aðgang að fersku vatni 🐾💦

Í morgun kom til okkar hundur sem hafði komist í Extra tyggjó. Hann heitir Moli og hann er Labrador Retriever (rétt upp ...
20/06/2025

Í morgun kom til okkar hundur sem hafði komist í Extra tyggjó. Hann heitir Moli og hann er Labrador Retriever (rétt upp hönd sem er hissa 😆).
Sem betur fer brugðust eigendur hratt og rétt við og höfðu strax samband við okkur. Það vita nefnilega ekki allir að xylitol, sem er sætuefni og finnst í mörgum sykurlausum vörum, er mjög hættulegt fyrir hunda, jafnvel í litlu magni. Það veldur snöggri og mikilli losun insúlíns sem leiðir til blóðsykurfalls. Þetta getur valdið krömpum, lifrarbilun og í verstu tilfellum dauða.
Þar sem Moli kom til okkar innan 30 mínútna frá því hann át tyggjóið, þá voru kölluð fram uppköst hjá honum. Því næst fylgdumst við með blóðsykri og gáfum honum lyfjakol. Lyfjakol eru notuð til að hindra að eiturefni frásogist úr meltingarvegi út í blóðrásina.
Moli tók þessu öllu með miklu jafnaðargeði fór út með dillandi skott stuttu síðar 🥰 Svo verður að koma í ljós hvort drengurinn læri af reynslunni!

Við erum þakklátar fyrir hlýjar móttökur í Hafnarfirði  og dýrasamfélaginu öllu eftir opnun dýralæknastofunnar okkar. Þa...
07/06/2025

Við erum þakklátar fyrir hlýjar móttökur í Hafnarfirði og dýrasamfélaginu öllu eftir opnun dýralæknastofunnar okkar. Það hefur verið ótrúlega skemmtilegt að hitta ykkur og dýrin ykkar síðustu vikurnar 🐾💛

Við fengum heimsókn frá bæjarstjóranum og umfjöllun bæði í bæjarblaðinu og á heimasíðu Hafnarfjarðar, sem við erum mjög stoltar af 🥰

Við hlökkum til að sjá ykkur áfram – og takk fyrir traustið! 💕

🐶 HVOLPAKLÚBBURINN - Því fyrstu skrefin skipta máli 🐶Tilgangur Hvolpaklúbbsins er að styðja eigendur með fræðslu og góðr...
30/05/2025

🐶 HVOLPAKLÚBBURINN - Því fyrstu skrefin skipta máli 🐶

Tilgangur Hvolpaklúbbsins er að styðja eigendur með fræðslu og góðri eftirfylgni fyrstu tvö árin.

Meðlimir Hvolpaklúbbsins fá:
✨ 8 heimsóknir þar sem við fylgjumst með vexti og heilsu sem nýta má þegar hentar fyrstu tvö árin.
🦴 Ráðleggingar um fóður og hvolpauppeldi frá hundaþjálfara
🦷 Tannskoðun til að tryggja góða tannheilsu
💉 18 mánaða skoðun með bólusetningu og ormahreinsun
🛍️ 15% afslátt af hundamat og nammi!

Gjald fyrir Hvolpaklúbbinn er 35.000 krónur

Dimma og Þoka mættar í skoðun og nammismakk 😍Ekki er allt sem sýnist því Dimma er Hvítur Schafer og Þoka er svört Flat c...
30/05/2025

Dimma og Þoka mættar í skoðun og nammismakk 😍Ekki er allt sem sýnist því Dimma er Hvítur Schafer og Þoka er svört Flat coated retriever 🥰

Við leggjum áherslu á rólega og þægilega uplifun fyrir bæði dýr og menn - því heimsókn til dýralækis á ekki að vera stre...
26/05/2025

Við leggjum áherslu á rólega og þægilega uplifun fyrir bæði dýr og menn - því heimsókn til dýralækis á ekki að vera stressandi.
Tímabókanir í S: 55 222 44 og [email protected]
Við erum í Stakkahrauni 1, 220 Hafnarfirði

Þekkingardagur HafnarfjarðarMarkmiðið með þekkingardeginum er að kynna þau fjölmörgu frábæru fyrirtæki sem starfa í Hafn...
23/05/2025

Þekkingardagur Hafnarfjarðar

Markmiðið með þekkingardeginum er að kynna þau fjölmörgu frábæru fyrirtæki sem starfa í Hafnarfirði.
Dagskráin er fjölbreytt og við hvetjum ykkur til að heimsækja þessi frábæru fyrirtæki og kynna ykkur það
sem þau hafa uppá að bjóða.

Dýralæknastofa Hafnarfjarðar býður gestum og gangandi í heimsókn milli 10-12 og verður 15% afsláttur af öllum vörum í búiðinni.

Dýralæknastofa Hafnarfarðar er ný dýralæknastofa fyrir gæludýr þar sem fagmennska, virðing og velferð gæludýra er í fyrirrúmi. Að stofunni standa Silja Edvardsdóttir og Sólrún Dís Kolbeinsdóttir dýralæknar og Berglind Guðbrandsdóttir hundanuddari og hundaatferlisráðgjafi. Þær deila sameiginlegri ástríðu fyrir dýraheilbrigði og heildrænni nálgun á meðferð og umönnun dýra.

Frekari upplýsingar um okkur og starfsemina má finna á heimasíðunni:

https://www.dyrhfj.is/

May 24 Þekkingardagur Hafnarfjarðar Saturday 24 May 2025 10:00 18:00 Google Calendar ICS Markmiðið með þekkingardeginum er að kynna þau fjölmörgu frábæru fyrirtæki sem starfa í Hafnarfirði. Dagskráin er fjölbreytt og við hvetjum ykkur til að heimsækja þessi frábæru fyrirtæki ...

Kattatíska sumarsins er mætt mjálmandi í hús 😎🐱Birdsbesafe trúðakraginn er aðal lookið í ár. Allir flottustu kettirnir í...
21/05/2025

Kattatíska sumarsins er mætt mjálmandi í hús 😎🐱

Birdsbesafe trúðakraginn er aðal lookið í ár. Allir flottustu kettirnir í götunni eru nú þegar komnir með sinn!

Verndum fuglana og lítum vel út á meðan 😽

☀️15% afsláttur af öllum vörum hjá okkur í maí ☀️

Komdu við og nældu þér í Birdsbesafe kraga á 2.464 krónur ❤️

Address

Stakkahraun 1
Hafnarfjörður
220

Opening Hours

Monday 08:00 - 17:00
Tuesday 08:00 - 17:00
Wednesday 08:00 - 17:00
Thursday 08:00 - 17:00
Friday 08:00 - 17:00

Telephone

5332700

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Dýralæknastofa Hafnarfjarðar posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Business

Send a message to Dýralæknastofa Hafnarfjarðar:

Share

Category

Um okkur

Dýralæknamiðstöðin í Hafnarfirði býður upp á allar almennar skoðanir ásamt minni aðgerðum. Stofan er útibú Dýralæknamiðstöðvarinnar í Grafarholti og fara allar stærri aðgerðir, nánari rannsóknir og innlagnir fram þar. Á stofunni starfa fjórir dýralæknar: Steinunn Geirsdóttir Dagmar Vala Hjörleifsdóttir Andrea Björk Hannesdóttir Camila Abad Tímabókanir fara fram í gegnum síma Dýralæknamiðstöðvarinnar í Grafarholti S: 544-4544. Við erum til húsa við Lækjargötu 34b, 220 Hfj.