Hrafnatinda Enskur Cocker Spaniel

Hrafnatinda Enskur Cocker Spaniel Hrafnatinda ræktun - Enskur Cocker Spaniel

Svo gaman að bagsa úti 🐾🌿🍂🍃🥰
15/11/2025

Svo gaman að bagsa úti 🐾🌿🍂🍃🥰

Fórum í 8 vikna skoðun í gær. 🥰 Við vorum svo duglegar og fannst mest gaman að knúsast í læknunum. 🥰❤️🥰 Við vorum svolít...
06/11/2025

Fórum í 8 vikna skoðun í gær. 🥰 Við vorum svo duglegar og fannst mest gaman að knúsast í læknunum. 🥰❤️🥰 Við vorum svolítið þreyttar eftir heimsóknina en erum eldsprækar í dag. 🐾🐾🤩

7 vikna stelpugull 🤩🤩🤩💝
01/11/2025

7 vikna stelpugull 🤩🤩🤩💝

Jæja, þá erum við systurnar orðnar 6 vikna og höfum nóg að gera við að borða og stækka.
27/10/2025

Jæja, þá erum við systurnar orðnar 6 vikna og höfum nóg að gera við að borða og stækka.

16/10/2025

💔💔💔 Í gær brotnaði hjarta mitt þegar ég þurfti að taka erfiða ákvörðun með eitt hjartagullið í gotinu okkar. 💔💔💔 Sá þennan texta einhvern tíma á netinu og hann er svo sannur. 🙏

❤️ Að vera ræktandi er ekki bara það að sýna myndir af sætum hvolpum og vera stoltur af fallegum hundum. Það er líka heill hafsjór af fórnum sem eru ekki sjánlegar utanaðkomandi.

❤️ Tími? Það er ekkert til sem heitir "ókeypis.” Ræktandi er alltaf á vaktinni og getur gleymt því að skipuleggja helgarfrí, ferðir eða bara frí almennt þegar von er á goti. Það er ekki hægt að skreppa frá í nokkra klukkutíma með nýfædda hvolpa í gotkassanum. Þú getur ekki sofið rótt á nóttunni ef hvolpafull tík er óróleg. Þú ferð ekki frá gotkassanum þegar einn hvolpur berst fyrir lífi sínu. Það er ekkert HLÉ í ræktun. Hver mínúta getur skipt máli.

❤️ Peningar? Þú fjárfestir endalaust í þessari ástríðu, að vera ræktandi. Hreinræktaðir hundar kosta mikið - og kostnaðurinn er mikill. Alls konar próf, t.d. erfðapróf, ræktunarmyndatökur, augnskoðanir, ættbækur, ferðalög, matur, fæðubótaefni, keisarar, lyf, aukahlutir… og svo mætti lengi telja. Kostnaðurinn veltur á tugum/hundruðum þúsunda. Allur sá tími sem ræktandi leggur hjarta sitt og sál í ræktunina verður ekki metinn til fjár.

❤️ Tekjur? Stundum stendur ræktandi eftir með skuldir…. og margbrotið hjarta.

❤️ Tilfinningar? Þú lærir þolinmæði , gleði og sársauka....
- Þegar hvolpurinn deyr í höndunum á þér og þú ert orkulaus.
- Þegar tík fæðir ekki þrátt fyrir viðleitni þína.
- Þegar þú þarft að segja nei við manneskju sem „vill bara einn
hund“ af því þú sérð að þetta verður ekki gott heimili.
- Þegar þú fórnar öllu - og í staðinn færðu hatur, afbrýðisemi og
rógburð.

❤️ Skortur á rútínu - þú ert ræktandi, en líka:
- Hjúkrunarfræðingur.
- Fósturmóðir.
- Erfðafræðirannsakandi.
- Rökhugsuður.
- Ljósmyndari.
- Ræstir.
- Sálfræðingur.
- Ráðgjafi fyrir hvolpakaupendur... oft árum saman.

❤️ Fjölskylda og vinir? Hlutirnir geta verið erfiðir…
- „Við getum ekki hist vegna þess að tík er að fæða. ”
- „Ég kem ekki vegna þess að hvolparnir eru með niðurgang
og ég þarf að passa mig.”
- „Nei, ég ætla ekki að skilja þau eftir hjá neinum. Þetta er á
mína ábyrgð. ”
❤️ Það munu ekki allir hafa skilning á þessu en ástríða og hjarta
ræktanda er dýrmætara.

❤️ En í gegnum þetta allt... er ást ræktandans:
- Ást á dýrum, fyrir lífi þeirra, fyrir þróun tegundarinnar.
- Ást sem fær þig til að vakna 10 sinnum á nóttu.
- Ást sem leyfir þér ekki að stytta þér leið.
- Ást sem lætur litlu krílin vaxa heilbrigð og þú - þrátt fyrir að
vera þreytt - ert hamingjusöm.

❤️ Ræktandi er ekki "hvolpamanneskja".
- Það er einhver sem gefur upp eigin þægindi dýrunum til
góðs.
- Það er einhver sem mælir ekki ást með peningum.
- Það er einhver sem lifir á milli gleði og sársauka en myndi
samt ekki skipta því út fyrir neitt annað.

❤️ Virðum ástríðufulla ræktendur. Þeir gefa allt sitt á hverjum
degi, þó enginn sjái það. 🙏❤️

Allt gott að frétta af okkur hjá Hrafnatinda og mikið að gera.🥰 Um helgina var alþjóðleg sýning HRFÍ og tóku feðginin Jö...
07/10/2025

Allt gott að frétta af okkur hjá Hrafnatinda og mikið að gera.🥰 Um helgina var alþjóðleg sýning HRFÍ og tóku feðginin Jökull og Ilmur þátt. 🎊
🌟 Hrafnatinda Vorilmur: BOB junior, exellent, CK 3.BTK CERT Jun.CERT Jun.CACIB2. Ilmur fékk sitt þriðja Junior cacib og er því orðin Alþjóðlegur Ungliðameistari, sem er ekki auðvelt að fá vegna þröngs tímaramma 🤩 og fékk sitt fyrsta ísl. meistarastig. 🇮🇸🎖Hún lenti í 4. sæti í forvali ungliða í gúbbu 8. 🤩
🌟 Hrafnatinda Eldjökull: Excellent, 2. sæti í meistaraflokki, CK, 3.BHK/3. besti rakki. 🤩
💝 "Litlurnar okkar" voru svo duglegar um helgina, fengu stærra pláss og fengu að smakka mat. Eldey er svo dugleg með þær og natin. 😍🩷🩷🩷🩷🥰 Þær fengu að smakka Mother & babydog mús.. og starter graut frá Royal Canin ❤️ Jökull og Ilmur hafa líka eingöngu verið fóðruð á Royal Canin ❤️ Dýrheimar

Góða nótt frá prinsessunum 🩷🩷🩷🩷😴
29/09/2025

Góða nótt frá prinsessunum 🩷🩷🩷🩷😴

Hádegiskúr 😍💞💞💞💞
29/09/2025

Hádegiskúr 😍💞💞💞💞

Já ég veit…. hef sennilega drukkið aðeins of mikið í nótt… g*t bara alls ekki vaknað í morgun 🥹🥰🤣
27/09/2025

Já ég veit…. hef sennilega drukkið aðeins of mikið í nótt… g*t bara alls ekki vaknað í morgun 🥹🥰🤣

🩷🩷🩷🩷 Tveggja vikna gullmolar 🩷🩷🩷🩷🤩
24/09/2025

🩷🩷🩷🩷 Tveggja vikna gullmolar 🩷🩷🩷🩷🤩

Allt gott að frétta af okkur stelpunum. 🩷🩷🩷🩷 Á myndinni er ég, sú elsta og stærsta og systir mín sú yngsta og minnsta. É...
19/09/2025

Allt gott að frétta af okkur stelpunum. 🩷🩷🩷🩷 Á myndinni er ég, sú elsta og stærsta og systir mín sú yngsta og minnsta. Ég fæddist 310 grömm, en hún 135 grömm. 🙏 Núna er ég orðin 710 grömm og litla systir orðin 380 grömm. 💞Ég reyni eins og ég get að passa uppá að hún fái nóg að drekka, en ég er bara alltaf svo ROSALEGA svöng að ég gleymi mér og vil hafa ALLA spenana fyrir mig… en amma hjálpar til svo við fáum allar nóg í mallann. 😍🥰🤭

Dásemdirnar fjórar orðnar vikugamlar, værar og góðar og blása út. 🩷🩷🩷🩷 Eldey var fóðruð á HT42D í byrjun meðgöngu og er ...
17/09/2025

Dásemdirnar fjórar orðnar vikugamlar, værar og góðar og blása út. 🩷🩷🩷🩷
Eldey var fóðruð á HT42D í byrjun meðgöngu og er svo á Medium starter - mother and babydog frá Royal Canin. Henni líður mjög vel og mjólkar vel fyrir ungana sína. 🩷🩷🩷🩷
Dýrheimar

Address

Blómahæð
Garðabær
210

Telephone

8661160

Website

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Hrafnatinda Enskur Cocker Spaniel posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Share

Category