16/10/2025
💔💔💔 Í gær brotnaði hjarta mitt þegar ég þurfti að taka erfiða ákvörðun með eitt hjartagullið í gotinu okkar. 💔💔💔 Sá þennan texta einhvern tíma á netinu og hann er svo sannur. 🙏
❤️ Að vera ræktandi er ekki bara það að sýna myndir af sætum hvolpum og vera stoltur af fallegum hundum. Það er líka heill hafsjór af fórnum sem eru ekki sjánlegar utanaðkomandi.
❤️ Tími? Það er ekkert til sem heitir "ókeypis.” Ræktandi er alltaf á vaktinni og getur gleymt því að skipuleggja helgarfrí, ferðir eða bara frí almennt þegar von er á goti. Það er ekki hægt að skreppa frá í nokkra klukkutíma með nýfædda hvolpa í gotkassanum. Þú getur ekki sofið rótt á nóttunni ef hvolpafull tík er óróleg. Þú ferð ekki frá gotkassanum þegar einn hvolpur berst fyrir lífi sínu. Það er ekkert HLÉ í ræktun. Hver mínúta getur skipt máli.
❤️ Peningar? Þú fjárfestir endalaust í þessari ástríðu, að vera ræktandi. Hreinræktaðir hundar kosta mikið - og kostnaðurinn er mikill. Alls konar próf, t.d. erfðapróf, ræktunarmyndatökur, augnskoðanir, ættbækur, ferðalög, matur, fæðubótaefni, keisarar, lyf, aukahlutir… og svo mætti lengi telja. Kostnaðurinn veltur á tugum/hundruðum þúsunda. Allur sá tími sem ræktandi leggur hjarta sitt og sál í ræktunina verður ekki metinn til fjár.

❤️ Tekjur? Stundum stendur ræktandi eftir með skuldir…. og margbrotið hjarta.

❤️ Tilfinningar? Þú lærir þolinmæði , gleði og sársauka....
- Þegar hvolpurinn deyr í höndunum á þér og þú ert orkulaus.
- Þegar tík fæðir ekki þrátt fyrir viðleitni þína.
- Þegar þú þarft að segja nei við manneskju sem „vill bara einn
hund“ af því þú sérð að þetta verður ekki gott heimili.
- Þegar þú fórnar öllu - og í staðinn færðu hatur, afbrýðisemi og
rógburð.

❤️ Skortur á rútínu - þú ert ræktandi, en líka:
- Hjúkrunarfræðingur.
- Fósturmóðir.
- Erfðafræðirannsakandi.
- Rökhugsuður.
- Ljósmyndari.
- Ræstir.
- Sálfræðingur.
- Ráðgjafi fyrir hvolpakaupendur... oft árum saman.

❤️ Fjölskylda og vinir? Hlutirnir geta verið erfiðir…
- „Við getum ekki hist vegna þess að tík er að fæða. ”
- „Ég kem ekki vegna þess að hvolparnir eru með niðurgang
og ég þarf að passa mig.”
- „Nei, ég ætla ekki að skilja þau eftir hjá neinum. Þetta er á
mína ábyrgð. ”
❤️ Það munu ekki allir hafa skilning á þessu en ástríða og hjarta
ræktanda er dýrmætara.

❤️ En í gegnum þetta allt... er ást ræktandans:
- Ást á dýrum, fyrir lífi þeirra, fyrir þróun tegundarinnar.
- Ást sem fær þig til að vakna 10 sinnum á nóttu.
- Ást sem leyfir þér ekki að stytta þér leið.
- Ást sem lætur litlu krílin vaxa heilbrigð og þú - þrátt fyrir að
vera þreytt - ert hamingjusöm.

❤️ Ræktandi er ekki "hvolpamanneskja".
- Það er einhver sem gefur upp eigin þægindi dýrunum til
góðs.
- Það er einhver sem mælir ekki ást með peningum.
- Það er einhver sem lifir á milli gleði og sársauka en myndi
samt ekki skipta því út fyrir neitt annað.

❤️ Virðum ástríðufulla ræktendur. Þeir gefa allt sitt á hverjum
degi, þó enginn sjái það. 🙏❤️