The Pearl / Perlan
Hrísey, the pearl of Eyjafjörður, is known for its beautiful nature, diverse bird life and many pleasant walking trails. It is particularly famous as a bird watching haven. Since there are no natural predators of birds on the island it forms a natural bird sanctuary, making it ideal for its 40 native species of birds, including ptarmigan, arctic tern and eider duck.
To get to Hrísey, there’s a regular ferry which takes 15 min on sea, from Ársskógssandur harbor (25 min drive from Akureyri).
Hrísey er hluti Akureyrarkaupstaðar en eyjan er í utanverðum Eyjafirði og er önnur stærsta eyjan við Ísland. Heimsókn út í Hrísey er ógleymanlegt ævintýri enda er eyjan ekki kölluð "Perla Eyjafjarðar" að ástæðulausu. Hrísey er um 7,5 km að lengd og 2,5 km að breidd þar sem hún er breiðust að sunnanverðu. Eyjan mjókkar til norðurs og þar rís hún hæst í um 110 m.y.s. Þar sem stendur viti sem reistur var á svonefndum Bratta árið 1920. Vitinn er einn af sjö friðuðum vitum á Íslandi. Hrísey er griðland rjúpunnar á Íslandi.