23/03/2024
Í dag ætla ég að minna á litlu loppurnar á dýrunum okkar. Loppurnar verða auðvitað endalaust fyrir áreiti, og við þurfum að muna að eini staðurinn sem hundar og kettir svitna á, er á milli þófana þeirra. Nú þegar snjóa leysir þá er mikið ryk og tjörudrulla að losna og vill setjast á milli þófana og myndar þar harða klumpa sem mjög erfitt getur verið að ná. Þegar að þið setjið þessar elskur í bað er gott að fara alltaf með fingurnar upp á milli til að hreinsa þetta svæði vel. Ef þið finnið að það sé eitthvern hörð drulla þarna er gott að maka einhverri olíu, matarolíu td. á milli hún leysir þetta upp og svo þrífa þau vel með sjampói á eftir.