03/02/2022
Núna í liðini viku tilkynnti heildsali okkur um 10% hækkun EverClean sandinum sem við elskum öll svo mikið. Hækkun tekur gildi þann 14.2.22 og fylgi ég bara þeirri hækkun sem ég verð fyrir og fer verðið úr 2950kr í 3150kr eða heilar 200kr. Það er samt ódýrara en aðrar verslanir eru með hann á núna :)
Verðið á heimasíðuni er búið að vera rangt stillt í smá tíma og hefur sandurinn verið á 2950kr. Það er búið að laga verðið á honum en lager staðan ekki 100% þar sem hefur gengið eitthvað á hann frá síðustu pöntun.
Ég á nóg af rækjum, sniglum og eitthvað af fiskum á lager en farið að minnka í fiskadeildini.
Mögulega fer ég að fara fá meiri gróður til að selja frá Bláu rækjuni í Mosfellsbæ.
Hann býður uppá gróður frá Tropica i Danmörku.
Sniglalaus gróður er meðan annars það sem hann leggur mikið upp með fyrir þá sem ekki vilja fa svoleiðis með gróðirnum :)
Get ekki sagt að það sé normal fyrir mér að sjá eitthvað án snigla :)
Endilega setjið like á síðuna og er úrvalið mikið.
Það er hægt að senda honum línu ef það er eitthvað sem þið viljið vita.
Bláa rækjan býður upp á vörur og þjónustu á sviði Stofuplantna, garðyrkju, fiskabúra, vatnaplantna og skrautfiska. Flytjum inn vatnaplöntur frá Tropica í Danmörku.