Hestamannafélagið Sprettur

Hestamannafélagið Sprettur Hestamannafélagið Sprettur á Kjóavöllum varð til við sameiningu Gusts Kópavogi og Andvara í Garðabæ.

Andlát heiðursfélaga Andvara - Elísabetar Þóru Þórólfsdóttur Elísabet Þ. Þórólfsdóttir, fyrrum formaður hestamannafélags...
20/08/2025

Andlát heiðursfélaga Andvara - Elísabetar Þóru Þórólfsdóttur

Elísabet Þ. Þórólfsdóttir, fyrrum formaður hestamannafélagsins Andvara, er fallin frá. Elísabet, eða Elsa eins og hún var jafnan kölluð, var heiðursfélagi hestamannafélagsins Andvara, og gegndi lykilhlutverki í starfi hestamannafélagsins um áratugaskeið.

Elsa tók virkan þátt í félagsstarfi frá fyrstu tíð. Hún gegndi formennsku hestamannafélagsins Andvara á árunum 1985 til 1990. Þegar hún lét af formennsku stofnaði hún Reiðveganefnd Andvara þar sem hún lagði ómælda vinnu í þróun og uppbyggingu reiðleiða á svæðinu. Í fyrstu var hún ein í nefndinni, en fékk fljótlega Halldór H. Halldórsson til liðs við sig. Þau áttu meðal annars stóran þátt í baráttunni fyrir reiðveginum meðfram Vífilsstaðahlíðinni. Sagan segir að Elsa hafi sjálf gengið á undan jarðýtunni til að velja besta reiðvegastæðið – síðan hefur sú leið gjarnan verið kölluð Betubraut henni til heiðurs.

Elsa var kjarnakona mikil, ákveðin og rösk. Hún reið mikið út og lagði sig fram við að miðla af reynslu sinni. Hún hafði m.a. umsjón með reiðskóla Andvara í kringum 1987 þar sem fjöldi barna og ungmenna kynntust hestamennsku undir hennar handleiðslu.

Elsa átti stóran þátt í að móta hestamannalífið í Andvara og nágrenni um áratuga skeið og sat m.a. mörg landsþing Landssambands hestamannafélaga og lét ætíð til sín taka í málefnum hestamanna.

Elsa skilur eftir sig djúp spor í sögu hestamannafélagsins Andvara og verður minning hennar ávallt varðveitt með virðingu og þakklæti.

Við sendum fjölskyldu hennar og ástvinum innilegar samúðarkveðjur.

Myndir eru teknr úr bókinni „Saga Andvara“. Á fyrstu myndinni má sjá Elsu fara fyrir hóp reiðskólanemenda þegar hún hafði umsjón með Reiðskóla Andvara. Á annarri myndinni má sjá Elsu lengst til vinstri, þá Halldór H. Halldórsson og lengst til hægri Svein heitinn Skúlason, fyrrum formann Andvara. Á þriðju myndinni má sjá Elsu lengst til vinstri við vígslu reiðvegar úr Gjármótum suður til Hafnarfjarðar (mynd frá Halldóri H. Halldórssyni).

Skipulagsvinna hjá KópavogiÁgætu félagsmenn,Kópavogsbær hefur kynnt skipulagslýsingu sem varðar Vatnsendahlíð, Vatnsvík ...
20/08/2025

Skipulagsvinna hjá Kópavogi

Ágætu félagsmenn,

Kópavogsbær hefur kynnt skipulagslýsingu sem varðar Vatnsendahlíð, Vatnsvík og Kjóavelli. Stjórn Spretts mun senda athugasemdir á skipulagslýsinguna fyrir hönd félagsins. Auk þess mun reiðveganefnd, sjálfbærni- og öryggisnefnd félagsins senda inn athugasemdir. Ef félagsmenn vilja senda inn athugasemdir í sínu eigin nafni er það möguleiki. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 1. september.

Hér má nálgast gögnin:
https://www.kopavogur.is/is/umhverfismal/skipulagsmal/skipulag-i-kynningu/vatnsendahlid-vatnsvik-og-kjoavellir

Bestu kveðjur,
Stjórn Spretts

Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti þann 24. júní 2025 að auglýsa lýsingu sbr. 1. mgr. 30. gr. og 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir

Herdís Björg keppandi á heimsmeistaramóti!Herdís Björg Jóhannsdóttir ungur Sprettari og heimsmeistari í tölti ungmenna k...
03/08/2025

Herdís Björg keppandi á heimsmeistaramóti!

Herdís Björg Jóhannsdóttir ungur Sprettari og heimsmeistari í tölti ungmenna keppir á Heimsmeistaramóti íslenska hestsins sem fer fram í Sviss 5.-10.ágúst nk. Þar mun hún keppa í tölti og fjórgangi á hestinum Kormáki frá Kvistum – sem lengi vel var í eigu Sprettaranna Þórunnar Hannesdóttur og Sveinbjörns Bragasonar. Á fb síðu Landssambands hestamannafélaga má sjá stutt viðtal við Herdísi þar sem hún sýnir okkur „hina hliðina“ – https://www.facebook.com/lhhestar

Sannarlega spennandi keppni framundan hjá Herdísi sem við Sprettarar hlökkum til að fylgjast með – og óskum henni góðs gengis á mótinu. Áfram Ísland!

Íslandsmeistarar og ungir keppnisknapar Spretts!Íslandsmót barna og unglinga fór fram á nýju og glæsilegu keppnissvæði S...
03/08/2025

Íslandsmeistarar og ungir keppnisknapar Spretts!

Íslandsmót barna og unglinga fór fram á nýju og glæsilegu keppnissvæði Sörla í Hafnarfirði 17.-20.júlí.

Fjölmargir ungir Sprettarar tóku þátt og stóðu sig með mikilli prýði. Gaman var að sjá bæði reyndari unga keppnisknapa taka þátt sem og þá sem voru að stíga sín fyrstu skref á stórmóti.

Kristín Rut Jónsdóttir átti frábært mót og uppskar hvorki meira né minna en fjóra Íslandsmeistaratitla í barnaflokki – tölti, fjórgangi, gæðingatölti og samanlagður fjórgangssigurvegari. Elva Rún Jónsdóttir varð einnig Íslandsmeistari í tölti unglinga.

Hilmir Páll Hannesson reið til A-úrslita í tölti, slaktaumatölti barna og gæðingatölti, einnig til B-úrslita í fjórgangi.
Eyvör Sveinbjörnsdóttir reið til A-úrslita í tölti og fjórgangi barna.
Ragnar Dagur Jóhannsson reið til B-úrslita í tölti og Sigursteinn Ingi Jóhannsson reið til B-úrslita í barnaflokki í gæðingakeppni.
Kristín Rut Jónsdóttir reið til A-úrslita í slaktaumatölti barna.
Apríl Björk Þórisdóttir reið til A-úrslita í tölti unglinga, B- úrslita í fimmgangi
Ásta Hólmfríður Ríkharðsdóttir reið til A-úrslita í fimmgangi og til B-úrslita í slaktaumatölti unglinga. Hún varð einnig í 3.sæti í gæðingaskeiði unglinga og náði frábærum tíma í 100m skeiði 7,84 sek.
Elva Rún Jónsdóttir reið til A-úrslita í fjórgangi og fimmgangi unglinga og varð fimmta í gæðingaskeiði unglinga ásamt því að ná góðum tíma í 100m skeiði 8,26 sek. Hún reið einnig til A-úrslita í Gæðingatölti og B-úrslita í unglingaflokki í gæðingakeppni og
Jóhanna Sigurlilja Sigurðardóttir náði frábærum tíma í 100m skeiði unglinga 8,04 sek.

Í heildina kepptu 15 ungir Sprettarar á Íslandsmóti barna og unglinga, en það voru þau:

Apríl Björk Þórisdóttir
Ásta Hólmfríður Ríkharðsdóttir
Elva Rún Jónsdóttir
Eyvör Sveinbjörnsdóttir
Hilmir Páll Hannesson
Hulda Ingadóttir
Íris Thelma Halldórsdóttir
Jóhanna Sigurlilja Sigurðardóttir
Katla Grétarsdóttir
Kristín Rut Jónsdóttir
Kári Sveinbjörnsson
Lilja Berg Sigurðardóttir
Lilja Guðrún Gunnarsdóttir
Ragnar Dagur Jóhannsson
Sigursteinn Ingi Jóhannsson

Í barnaflokki riðu ungir Sprettarar 9 sinnum til A-úrslita og 3 sinnum til B-úrslita.
Í unglingaflokki riðu ungir Sprettarar 6 sinnum til A-úrslita og 3 sinnum til B-úrslita ásamt því að standa ofarlega í skeiðgreinum.

Meðfylgjandi eru nokkrar myndir sem hún Anna okkar ljósmyndari tók á mótinu, en enn fleiri myndir er að finna hér á fb síðu okkar Sprettara.

Sannarlega glæsilegur árangur hjá ungum Spretturum sem gaman verður að fylgjast með í framtíðinni!

21/07/2025

Address

Hestheimar 14-16
Kópavogur
203

Telephone

+3546204500

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Hestamannafélagið Sprettur posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Business

Send a message to Hestamannafélagið Sprettur:

Share

Category