Hestamannafélagið Sprettur

Hestamannafélagið Sprettur Hestamannafélagið Sprettur á Kjóavöllum varð til við sameiningu Gusts Kópavogi og Andvara í Garðabæ.

Einkatímar með Antoni Páli í desember! Einkatímar með reiðkennaranum Antoni Páli Níelssyni miðvikudaginn 10.desember nk....
14/11/2025

Einkatímar með Antoni Páli í desember!

Einkatímar með reiðkennaranum Antoni Páli Níelssyni miðvikudaginn 10.desember nk. Kennt verður í Samskipahöllinni, hólfi 3.

Kennsla fer fram milli kl.9-17:30. Verð er 18.000kr fyrir fullorðna, innifalið er kennsla + reiðhallarleiga. Verð fyrir yngri flokka er 15.000kr.

Anton Páll kemur næst að kenna mánudaginn 10.janúar 2026.

Skráning fer fram á abler.io. Hér er beinn hlekkur á skráningu:
https://www.abler.io/shop/hfsprettur/1/product/Q2x1YlNlcnZpY2U6NDkzOTQ=

Minnum á uppskeruhátíðir Spretts á morgun, laugardag! Allir velkomnir og frír hádegisverður í boði. Vonumst til að sjá s...
14/11/2025

Minnum á uppskeruhátíðir Spretts á morgun, laugardag! Allir velkomnir og frír hádegisverður í boði. Vonumst til að sjá sem flesta í veislusalnum í Samskipahöllinni.

Dagskrá laugardagsins 15.nóv.

11:00 – 12:45
Uppskeruhátíð hrossaræktarnefndar
Verðlaunaafhending kynbótahrossa og ræktunarbúa
Gunnar Arnarsson hrossaræktandi í Auðsholtshjáleigu heldur fyrirlestur um 35 ára sögu hrossræktar í Auðsholtshjáleigu

12:45 – 13:15
Hádegisverður – Sprettur býður upp á góða súpu og veitingar

13:15 – 14:00
Verðlaunaafhending fyrir keppnisárangur á liðnu keppnistímabili og heiðrun nefnda.

Þeir sem voru búnir að kaupa sér miða á laugardagskvöldið fá endurgreitt með því að senda tölvupóst á gjaldkeri(hja)sprettur.is

Við vonumst til að sjá sem flesta í hádeginu á laugardag í veislusalnum.

13/11/2025
Breytt áform um uppskeruhátíð Spretts Kæru félagsmenn! Vegna dræmrar miðasölu á uppskeruhátíð sem átti að fara fram næst...
13/11/2025

Breytt áform um uppskeruhátíð Spretts

Kæru félagsmenn!
Vegna dræmrar miðasölu á uppskeruhátíð sem átti að fara fram næsta laugardag hefur verið ákveðið að breyta fyrirkomulaginu. Í stað kvöldskemmtunar verður nú sameiginlegur hádegisviðburður með Hrossaræktarnefnd þar sem Sprettur býður viðstöddum í hádegismat.

Dagskrá laugardagsins:

11:00 – 12:45
Uppskeruhátíð hrossaræktarnefndar
Verðlaunaafhending kynbótahrossa og ræktunarbúa
Gunnar Arnarsson hrossaræktandi í Auðsholtshjáleigu heldur fyrirlestur um 35 ára sögu hrossræktar í Auðsholtshjáleigu

12:45 – 13:15
Hádegisverður – Sprettur býður upp á góða súpu og veitingar

13:15 – 14:00
Verðlaunaafhending fyrir keppnisárangur á liðnu keppnistímabili og heiðrun nefnda.

Þeir sem voru búnir að kaupa sér miða á laugardagskvöldið fá endurgreitt með því að senda tölvupóst á [email protected]
Við vonumst til að sjá sem flesta í hádeginu í veislusalnum.

Útgáfuteiti fimmtudaginn 13.nóv í anddyri Reiðhallarinnar í Fáki milli kl.17-19
13/11/2025

Útgáfuteiti fimmtudaginn 13.nóv í anddyri Reiðhallarinnar í Fáki milli kl.17-19

Sameiginlegar fræðslunefndir hestamannafélaganna á höfuðborgarsvæðinu standa fyrir sýnikennslu um hestafimleika í Lýsish...
12/11/2025

Sameiginlegar fræðslunefndir hestamannafélaganna á höfuðborgarsvæðinu standa fyrir sýnikennslu um hestafimleika í Lýsishöllinni í Fáki laugardaginn 22.nóvember nk. Hvetjum áhugasama til að mæta!

Fyrsti viðburður fræðslunefndar á höfuðborgarsvæðinu er sýnikennsla í Hestafimleikum í Lýsishöllinni í Fáki

Laugardaginn 22. nóvember verður sýnikennsla í hestafimleikum í Lýsishöllinni í Fáki með Kathrin Schmitt. Hestamannafélagið Þytur hefur stundað hestafimleika síðustu 15 ár undir hennar stjórn. Einnig hefur hún farið í önnur hestamannafélög út á landi og haldið vinsæl námskeið en það er nú í fyrsta sinn hér á höfuborgarsvæðinu.

Kl: 12:40-13:00 Stuttur fyrirlestur
Syningin hefst kl:13.00-14:00 - eftir sýningu verður hægt að fá sér kaffisopa og spyrja Kathrin spurninga og spjalla um hestafimleika.
Eftir sýnkennsluna verður farið í létta leiki og æfingar á gólfinu og á tækjum.

Hérlendis er áhuginn á hestafimleikum að aukast og sífellt fleiri sem að byrja stunda þessa íþrótt reglulega. Erlendis nær saga hestafimleika aftur til forna og lengst af voru þeir aðallega notaðir til þjálfunar hermanna en á miðöldum voru hestafimleikar stundaðir til skemmtunar í konungshöllum. Sem nútíma hestaíþrótt hafa hestafimleikar verið þekktir í Þýskalandi síðan 1950. Í dag er þessi íþróttagrein þekkt um allan heim og keppt er í henni allt upp í heimsmeistaramót.

Hestafimleikar eru frábær og skemmtilegt viðbót við hestamennskuna á Íslandi. Þeir efla styrk, janfvægi, tilfinningu fyrir hestinum og samvinnu hjá knapanum og auka fjölbreytileikan í æskulýðsstarfinu hjá hestamannafélögum.
Viðburðurinn er haldin sameiginlega af hestamannafélögunum á höfuðborgarsvæðinu (Sprettur, Sörli, Hörður og Fákur). Síðustu ár hafa félögin verið að halda keimlík fræðsluerindi með fáum þáttakendum sem hafa jafnvel endað á því að standa ekki undir kostnaði. Með þessum hætti geta félögin unnið saman, haldið stærri viðburði og hjálpast að við að halda fræðsluna.

Aðgangseyrir er 1.500kr

Hlökkum til að sjá ykkur í Víðidalnum.

Uppskeruhátíð yngri flokka Spretts (barna og unglinga) verður haldin hátíðlega í veislusal Spretts fimmtudaginn 13.nóvem...
11/11/2025

Uppskeruhátíð yngri flokka Spretts (barna og unglinga) verður haldin hátíðlega í veislusal Spretts fimmtudaginn 13.nóvember nk.

Húsið opnar kl.18:00 og hefst dagskrá kl.18:30. Öllum ungum Spretturum er boðið á Uppskeruhátíðina og eru þeir hvattir til að taka með sér einn vin/vinkonu sem er áhugasamur um hestaíþróttina.

Fullorðnir eru líka velkomnir að gleðjast með æskunni, en þurfa að greiða 4500kr. Nauðsynlegt er fyrir alla að skrá sig, skráning fer fram á abler.io. Hér er beinn hlekkur á skráningu; https://www.abler.io/shop/hfsprettur/1/product/Q2x1YlNlcnZpY2U6NDg5NDQ=?

Á dagskrá Uppskeruhátíðarinnar verður m.a.
– Kahoot spurningakeppni
– Standandi bingó
– ýmsar verðlaunaafhendingar, s.s. stigahæstu knapar, afhending knapamerkjaskírteina, öflugasti ungi Sprettarinn, þátttaka á stórmótum, Íslandsmeistarar heiðraðir, pollum þökkuð þátttaka á námskeiðum vetrarins o.fl.
– Veislumatur og íshlaðborð
– Kynning á starfi Æskulýðsnefndar 2026

Við hvetjum alla unga Sprettara, og fylgdarmenn þeirra, að mæta fimmtudaginn 13.nóv og eiga skemmtilega kvöldstund saman. Endilega að skrá sig á abler.io í síðasta lagi fyrir miðnætti þriðjudaginn 11.nóv.

Uppskeruhátíð Spretts verður haldin með pompi og prakt laugardaginn 15.nóvember nk. í veislusalnum Arnarfelli í Samskipa...
10/11/2025

Uppskeruhátíð Spretts verður haldin með pompi og prakt laugardaginn 15.nóvember nk. í veislusalnum Arnarfelli í Samskipahöllinni.

Miðaverði er stillt í hóf, einungis 7500kr.

Í boði verður veislumatur, veislustjórn, skemmtiatriði, verðlaunaafhendingar, skemmtun og gleði.

Í matinn verður grilluð nautalund og steikt kalkúnabringa ásamt meðlæti. Veislustjórn verður í höndum Huldu "okkar" Geirsdóttur, Elvis mætir á staðinn, DJ Jón Gestur og margt fleira!

Miðasala verður í anddyri veislusalarins á morgun, þriðjudaginn 11.nóv., milli kl.18-19.

Einnig er hægt að versla sér miða á abler.io.

Endilega fjölmennið Sprettarar og eigum góða kvöldstund saman í upphafi komandi hestatímabils!

Aðalfundur Hrossaræktarfélags Spretts Aðalfundur Hrossaræktarfélags Spretts verður haldinn í veislusal Samskipahallar 15...
07/11/2025

Aðalfundur Hrossaræktarfélags Spretts

Aðalfundur Hrossaræktarfélags Spretts verður haldinn í veislusal Samskipahallar 15.11.2025 kl 09:30

Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf
Kosning stjórnar
Afgreiðsla reikninga félagsins
Lagabreytingar
Önnur mál

HESTAKLÚBBUR UNGRA SPRETTARA!Hestaklúbbur ungra Sprettara verður haldin annan hvern miðvikudag milli kl.18-20 í vetur, ý...
06/11/2025

HESTAKLÚBBUR UNGRA SPRETTARA!

Hestaklúbbur ungra Sprettara verður haldin annan hvern miðvikudag milli kl.18-20 í vetur, ýmist á 2.hæð Samskipahallarinnar eða í veislusalnum.

Hestaklúbburinn er hugsaður sem vettvangur fyrir félagslega hittinga ungra Sprettara, á aldrinum 9-16 ára, án hests þar sem ungir Sprettarar geta hist og haft gaman saman.

Hestaklúbburinn verður opinn eftirtalda daga:

Miðvikudaginn 12.nóv kl.18-20 - veislusalurinn
Miðvikudaginn 26.nóv kl.18-20 - veislusalurinn
Miðvikudaginn 10.des kl.18-20 - veislusalurinn
Laugardaginn 20.des kl.14-16 - veislusalurinn (Litlu-jól ungra Sprettara)

Þátttaka er ókeypis fyrir alla unga Sprettara og hvetjum við alla frá aldrinum 9-16 ára að mæta og vera með í fjörinu.
Nauðsynlegt er að skrá sig, hér er beinn hlekkur á skráningu á abler.io: https://www.abler.io/shop/hfsprettur/1/product/Q2x1YlNlcnZpY2U6NDkxMzc=

MIÐASALA - UPPSKERUHÁTÍÐ SPRETTS! Uppskeruhátíð Spretts verður haldin með pompi og prakt laugardaginn 15.nóvember nk. í ...
06/11/2025

MIÐASALA - UPPSKERUHÁTÍÐ SPRETTS!

Uppskeruhátíð Spretts verður haldin með pompi og prakt laugardaginn 15.nóvember nk. í veislusalnum Arnarfelli í Samskipahöllinni. Miðaverði er stillt í hóf, einungis 7500kr. Í boði verður veislumatur, veislustjórn, skemmtiatriði, verðlaunaafhendingar, skemmtun og gleði. Miðasala fer fram á abler.io en einnig er hægt að versla sér miða í anddyri veislusalarins fimmtudaginn 6.nóv og þriðjudaginn 11.nóv milli kl.18-19.

Endilega fjölmennið Sprettarar og eigum góða kvöldstund saman í upphafi komandi hestatímabils!
Beinn hlekkur á miðasölu hér: https://www.abler.io/shop/hfsprettur/1/product/Q2x1YlNlcnZpY2U6NDg4OTk=

Fagþing og fagráðstefna hrossaræktarinnar 7. og 8.nóv. nk. Allir velkomnir! Hér má finna hlekk á viðburðinn "Fagþing hro...
06/11/2025

Fagþing og fagráðstefna hrossaræktarinnar 7. og 8.nóv. nk. Allir velkomnir!

Hér má finna hlekk á viðburðinn "Fagþing hrossaræktarinnar" sem haldinn verður í reiðhöllinni í Sörla föstudaginn 7.nóv., matur í boði en nauðsynlegt er að skrá sig; https://fb.me/e/3IzMepBcY

Laugardaginn 8.nóvember verður "Fagráðstefna hrossaræktarinnar" haldinn í veislusalnum í Samskipahöllinni í Spretti og hefst kl.13:00.

Address

Hestheimar 14-16
Kópavogur
203

Telephone

+3546204500

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Hestamannafélagið Sprettur posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Business

Send a message to Hestamannafélagið Sprettur:

Share

Category