03/08/2025
September verður spennandi mánuður! 🤩
Hún Sara Sigurðardóttir sem rekur TNT Hundar í Svíþjóð ætlar að koma aftur til landsins að halda fullt af skemmtilegum námskeiðum hjá okkur 😍
Í þetta sinn verður boðið uppá eftirfarandi námskeið:
Rallý-hlýðni - byrjendur:
Þetta námskeið er ætlað fyrir fólk og hunda sem vilja stíga sín fyrstu skref í íþróttinni og verður farið yfir allan grunninn, reglurnar og skiltin, einblínt verður á skilti í flokki 1. 🐶
Rallý-hlýðni fyrir lengra komna:
Þetta námskeið er ætlað þeim sem hafa grunn í rallý, þekkja skiltin ágætlega og vilja verða betri.
Á þessu námskeiði verður farið í skilti út frá því hvert hver og einn er kominn í sinu rallý ferli. 🥳
Trix námskeið:
Þetta námskeið hentar öllum hundum og eigendum sem vilja læra að gera allskonar skemmtileg trix, á námskeiðinu er ýtarleg dagskrá fyrir hvern tíma hvað verður kennt en hægt er að koma með óskir sé það einhver sérstök trix sem mönnum dreymir um að kenna. 🤩
Keppnis hlýðni:
Þetta námskeið er ætlað þeim sem hafa áhuga á að taka þátt í hlýðni prófum eða eru jafnvel byrjuð í prófum en vilja ná betri árangri.
Farið verður yfir Brons, hlýðni I og hlýðni II eftir því hvert teymin eru komin. 😍
***FULLT*** Specialsök - Sérhæfð leit:
Þetta er nýjasta hundaíþróttin í Svíþjóð og er þessi íþrótt mjög vinsæl meðal hunda sem hafa gott vinnu eðli.
Hér er hundunum kennt að leita markvisst og auðkenna á mjög skýran hátt þegar þeir hafa fundið litla rauða kong bita.
Einungis hefur verið haldið eitt specialsök námskeið á Íslandi áður og erum við ótrúlega spennt að bjóða aftur uppá námskeið í þessari íþrótt.
Námskeiðið hentar bæði fyrir byrjendur og lengra komna. 🥰
Til að skrá sig á eitthvað af þessum skemmtilegu námskeiðum með Söru Sig má senda tölvupóst á [email protected] með upplýsingum um hundinn og hvaða námskeið er verið að skrá á.