06/06/2025
Skaginn tekur á móti hryssum á Litlu-Fellsöxl í sumar. Verð með öllu er 186.000 kr. Upplýsingar og pantanir sendist á tölvupóstfangið [email protected] eða hringja í Jón í síma 899-7440.
Skaginn hlaut heiðursverðlaun fyrir afkvæmi á síðasta ári, látum dómsorðin fylgja með 😊
“Skaginn frá Skipaskaga gefur stór hross með frítt og fínlegt höfuð. Frambyggingin er úrval, hálsinn er langur og fínlegur, með klipna kverk og háar herðar. Bakið er breitt, stundum svagt með langan spjaldhrygg en lendin er afar öflug. Afkvæmin eru myndarleg; afar fótahá og léttbyggð með sívalan bol. Fætur eru sterkir; þurrir með öflugar sinar, hófar eru efnisgóðir með þykka hæla og prúðleiki er góður. Afkvæmin eru yfirleitt alhliðageng, takthrein og skrefmikil á tölti, brokkið er skrefmikið, stundum ferðlítið. Skeiðgeta er mikil og skeiðið er takthreint, rúmt og skrefmikið. Stökkið er teygjugott og hreyfingamikið en mætti vera svifmeira, fetið er takthreint, skortir stundum framtak. Afkvæmin eru viljug, þjál og yfirveguð, þau eru reist og hágeng og fara vel í reið. Skaginn gefur stórglæsileg hross á velli, fríð og framfalleg, alhliða garpa á gangi, hann hlýtur heiðursverðlaun fyrir afkvæmi og annað sætið.”