06/11/2025
Við erum afar ánægð með útkomuna hjá þessum höfðingja í sumar - yfir 100 staðfest fyl, ekki í sæðingum.
Hrókur var í umsjà þeirra feðga Jósefs og Magga Lár í Holtsmúla þar sem haldið var undir hann á húsi og fór hann svo í girðingu hjá þeim. Þar var virkilega faglega að þessu staðið og klárinn kom heim í góðu standi. Skilst okkur á þeim feðgum að Hrókur hafi verið afskaplega yfirvegaður og þægilegur í allri meðhöndlun, sem kemur okkur ekki á óvart.
Við erum gríðarlega þakklát fyrir góðar viðtökur hjá hryssueigendum🙏
Nú er Hrókur í haustfríi eftir annasamt sumar, eins og kóngur í ríki sínu með veturgömlu folunum🤩
—————-
We are extremely pleased with the results of Hrókur this summer – over 100 mares confirmed pregnant, not with insemination.
Hrókur was in the care of Jósef and Maggi Lár at Holtsmúli, where mares were hand covered and then he was also serving mares on the fields. Jósef and Maggi Lár handled everything professionally, and the stallion returned home in a very good condition. According to them, Hrókur was exceptionally calm and well-behaved throughout all handling, which does not surprise us.
We are incredibly grateful for all the mare owners who decided to use Hrókur🙏
Hrókur is now enjoying an autumn break after a busy summer, living like a king with the 1 year olds🤩